Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2708 svör fundust

Hver er stærsta eyja í heimi, og hvar í röðinni er Ísland?

Grænland í Norður-Atlantshafi er stærsta eyja heims og er 2.130.800 km2 að flatarmáli. Það er um 0,42% af heildarflatarmáli jarðar og 1,45% af þurrlendi jarðar. Grænland teygir sig 2.670 km frá norðri til suðurs og yfir 1.050 km frá austri til vesturs þar sem það er breiðast. Ástralía er talsvert stærri en Græ...

Nánar

Hvað eru sæfíflar?

Sæfíflar eru frumstæð fjölfruma dýr. Þeir tilheyra fylkingu holdýra eins og armslöngur og marglyttur en flokki kóraldýra. Kóraldýr nefnast á latínu anthozoa. Kóraldýr greinast í tvo undirflokka: hexacorallia og octocorallia. Sæfíflar tilheyra fyrrnefnda undirflokknum. Dýr í þeim flokki lifa sér en ekki í stóru ...

Nánar

Hvert er stærsta rándýr á landi?

Stærstu rándýr á landi eru kodiak-birnir (U. arctos middentorffi) og kamtsjatka-birnir (U. arctos beringianus), sem eru hvort tveggja deilitegundir brúnbjarna (Ursus arctos). Ekki er óalgengt að karldýr kodiak-bjarnarins vegi meira en 700 kg og dæmi eru um dýr sem voru felld og vógu meira en tonn. Kamtsjatka-birni...

Nánar

Hvaða áhrif hafa loftlagsbreytingar á sjávarlíf?

Þær veðurfarsbreytingar sem eiga sér nú stað vegna uppsöfnunar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koltvíildis (CO2), í lofthjúpi jarðar og í hafinu, sem gleypir mikið af koltvíildi, hafa margvísleg áhrif á vistkerfi hafsins. Vegna losunar gróðurhúsalofttegunda við brennslu og aðra athafnir mannkyns hefur hitastig ...

Nánar

Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims? Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau g...

Nánar

Hver er stærsta köngulóin í heiminum? En á Íslandi?

Stærsta könguló í heimi er að öllum líkindum tegund sem kallast fuglaætuköngulóin (Theraphosa leblondi). Hún finnst í norðanverðri Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Surinam, Frönsku-Guyana, NA-Venezuela og Norður-Brasilíu. Þessi dýr lifa í regnskógunum við kjörhitastigið 27-30°C. Köngulærnar lifa á skógarbotni skóga...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um indverska fílinn?

Indverski fíllinn, eða öllu heldur asíski fíllinn (Elephas maximus) eins og réttara er að nefna hann, er ein af tveimur núlifandi tegundum fíla. (Deilur eru nú í gangi hvort afríski gresjufíllinn og afríski skógarfíllinn séu í reynd tvær aðskildar tegundir fremur en deilitegundir.) Núverandi heimkynni asíska fíl...

Nánar

Gætu fílar andað eingöngu með húðinni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Nú eru til dýr sem hafa húðöndun, en af hverju getur fíll ekki haft húðöndun? Hvað mælir fræðilega á móti því?Þau dýr sem anda eingöngu í gegnum húðina eru yfirleitt afar einföld eins og til dæmis frumdýr (protozoa) eða frumstæðir fjölfrumungar, svo sem flatormar. Þessi dýr ...

Nánar

Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?

Grameðlan (Tyrannosaurus rex) var ekki vond í þeim skilningi sem við leggjum í illsku heldur var hún ráneðla sem leitaði uppi bráð eða hræ sér til viðurværis rétt eins og önnur rándýr sem við þekkjum í dag. Í raun er ekki vitað hvort hún veiddi lifandi bráð eða var fyrst og fremst hrææta en um það má lesa meira í ...

Nánar

Hvaða dýr étur mest?

Það dýr sem talið er að innbyrði mesta fæðu er steypireyðurin (Balaenoptera musculus). Steypireyðurin er stærsta dýr jarðarinnar og geta þessir hvalir orðið rúmir 30 metrar á lengd og vegið allt að 180 tonn. Hún étur dýrasvif sem eru örlitlar krabbaflær sem fljóta um í efstu lögum sjávarins. Talið er að f...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um kattardýrið jagúar?

Jagúar (Panthera onca) er þriðja stærsta kattardýr heims og það stærsta sem lifir villt í nýja heiminum. Það er óhætt að segja að jagúarinn lifi í skugga stóru kattardýra gamla heimsins enda margt í líffræði hans sem er lítt þekkt, samanborið við stóru frændur hans, ljón og tígrisdýr. Jagúarinn er svokallað top...

Nánar

Verða blendingar ljóna og tígrisdýra stærri en stærstu tígrisdýr?

Ekki er vitað um blending ljóns og tígrisdýrs í náttúrunni. Slíkir blendingar, sem á ensku kallast liger (samsett úr lion og tiger), eru hins vegar til í dýragörðum. Þessi dýr eru oftast risavaxin og marktækt stærri en amurtígrisdýrin (Panthera tigris altaica) sem einnig nefnast ussuritígrisdýr eða síberíutígrisdý...

Nánar

Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar?

Eiginlega má segja að flest við Brasilíu sé stórt eða mikið, það er sama hvort litið er til flatarmáls landins, náttúrufars, dýralífs, fólksfjölda, fjölbreytileika mannslífs, bilsins milli ríkra og fátækra eða ákefðar við að halda stóra alþjóðlega íþróttaviðburði svo einhver dæmi séu nefnd. Hér verður sjónum hins ...

Nánar

Hvernig varð fyrsta risaeðlan til?

Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Spurning Brynjars Arnar Reynissonar Hvað voru risaeðlutegundirnar margar og hvernig voru fyrstu risaeðlurnar? og spurning Dags Ebenezerssonar Hvað er búið að finna margar risaeðlutegundir? Risaeðlur (Dinosauria) teljast til skriðdýra (Reptilia) og eru flokk...

Nánar

Hvert er stærsta og minnsta liðdýr í heimi?

Stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi). Karldýrin eru nokkuð stærri en kvendýrin, þau stærstu mælast allt að 380 cm, frá einni kló til annarrar, lengd bakskjaldarins getur orðið allt að 40 cm og þyngdin allt að 19 kg. Japanski köngulóarkrabbinn (Macroc...

Nánar

Fleiri niðurstöður